Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Spakmæli dagsins

Thursday, April 16th, 2009

Menn leggja nú fyrir eins og Steini sé morgundagurinn…

Betri eru Einar buxur en engar…

Tilboð dagsins: Rósa sósa og apríkósa…

Það er betra þegar það er hreindýr en ekki Hjörtur í matinn…

Hátíðar-Gestur, Veislu-Gestur eða Heiðurs-Gestur…

Er Rögnvaldur Skaðvaldur, Ógnvaldur eða Margfaldur…

Hvort er Jakob Meistari eða Lygari? Eða bara Jakobari…

Geturðu hjálpað Arnari? Hann Finnur ekki Geir…

Er betra að vera undirgefinn eða yfirgefinn…

Glórulaus er Bauklaus dagur…

1 Star2 Stars3 Stars4 Stars5 Stars (3 votes, average: 5.00 out of 5)
Loading...

Einari Haraldssyni sagt upp störfum

Sunday, April 5th, 2009

Einari Haraldssyni hefur verið sagt upp hjá Sælkeraklúbbnum Jónasi. Þetta staðfesti Hjörtur A. Guðmundsson , upplýsingafulltrúi og einn eigenda klúbbsins. Ástæður uppsagnar eru að sögn Hjartar áhugaleysi og vanvirðing gagnvart öðrum félagsmönnum.

” Hann var bara ekkert að leggja neitt í þetta. Mætti tvisvar og þáði veitingar en gaf ekkert til baka. Held að hann hafi verið kominn í annan klúbb fyrir rest”.

Mjög sjaldgæft er að félagsmönnum sé sagt upp svona fyrirvaralaust en rík ástæða þótti fyrir þessari uppsögn.

” Við erum að gera þetta af alvöru og viljum hafa almennilegt fólk. Við höfum ekki verið í neinum vandræðum með aðra félagsmenn en það er ekki gaman að þurfa að grípa til svona úrþrifaráða” sagði Hjörtur í samtali við fréttastofu Internet-Gests stuttu eftir kvöldmat.

Ekki náðist í Einar Haraldsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Andra saga #2

Wednesday, April 1st, 2009

Þessi er mjög sennilega klassískasta Andra sagan af þeim öllum. Oft hefur verið rætt um að festa þetta epíska meistaraverk á filmu en enginn leikstjóri treyst sér til versksins.

Svo er mál með vexti að amma og afi Andra Stuc fóru til Eþíópíu (fóru til einhvers Afríkuríkis sem hér eftir verður nefnt Eþíópía(aðallega af því að það er svo þægilegt að skrifa það á lyklaborð)). Áður en þau héldu utan spurðu þau Andra hvað þau ættu að kaupa handa kappanum og hann svaraði rjóður í kinnum: “Ég myndi svo sannarlega þiggja fótboltatreyju”.

Andri beið spenntur eftir ömmu sinni og afa og fótboltatreyjunni mögnuðu sem átti að hjálpa honum að  sigra heiminn. Daginn áður en þau gömlu áttu að skila sér heim hringdu þau í hann úr tíkallasíma á flugvellinum og sögðu honum að þau hefðu enga tryju fundið þrátt fyrir víðtæka leit. Andra brást ekki bogalistinn þarna frekar en fyrri daginn og svaraði um hæl að þau skyldu bara kaupa handa honum hárgel, það væri ljómandi gott.

Þegar amma hans og afi koma heim færa þau honum þessa líku fínu túpu af Top Gel. Andri ljómaði allan hringinn og dreif sig inná baðherbergi til að skella herlegheitunum í hárið. Árangurinn lét reyndar heldur betur á sér standa. Hárið lét ekkert að stjórn og allt gumsið lak niður úr hárinu og á hálsinn.

Minn maður lét ekki deigan síga og hélt áfram að smyrja Top Gelinu í hárið í von um að einn dag myndi það virka og hann mydi skarta fallegasta hári Kópavogs. Allt kom fyrir ekki.

Um það bil tveimur vikum eftir afhendingu Top Gels fór Andri heim eftir fótboltaæfingu og fór í sturtu þar. Vinur hans kom með honum og hinkraði inni í herbergi eftir að Andri myndi klára. Andri kom útaf baðherberginu, þrammaði til vinar síns um leið og hann sprautaði gommu af  Top Geli í hendina sína og sagði: “Ef þú kaupir þér gel, ekki þá kaupa þér Top Gel. Þetta er mesta drasl í heimi”. Hendir síðan túpunni á glæsilegan hátt á rúmið.

Með það strunsar hann inn á baðherbergi aftur og hefst handa við að smyrja strýinu upp í loftið. Eftir um það bil 1:13 mín heyrist ógurlegt öskur innan úr herbergi. Andri stekkur, léttur á fæti, inn í herbergið og finnur þar vin sinn organdi úr hlátri á gólfinu. Vinurinn er spurður hvað er svona fyndið og hann réttir Andra túpuna og segir í gegnum hláturstárin: “Lestu línu 2 í dálki 3 aftaná”.

Þar stendur: “Top Gel is easy to use with any kind of condom or wihout. Guarantees 99,9% safe sex”. Andri hafði semsagt verið að klína sæðisdrepandi kremi í hárið á sér í tvær vikur!!!!!

Til að auka á ánægju í þessari sögu er að ímynda sér sölumanninn sem seldi gömlum hjónum í Afríku túpu af sæðisdrepandi kremi. Pælið í því. Vi óskum Andra til hamingju með þennan áfanga og bendum á að þetta er ekki apríl gabb.

Poker

Tuesday, March 17th, 2009

Armageddon varð ekki fyrir valinu, sem betur fer. Fékk nett flog þegar hún var vel yfir Die Hard 3 sem er auðvitað besta Willis mynd frá upphafi. Vil þakka lesendum Internet-Gests fyrir að hafa kosið rétt. Fyrir neðan eru úrslit könnunarinnar:

* Die Hard 3 (45.0%, 10 Votes)
* Armageddon (32.0%, 7 Votes)
* Die Hard 1 (14.0%, 3 Votes)
* Die Hard 2 (5.0%, 1 Votes)
* Last Boyscout (5.0%, 1 Votes)
* Die Hard 4 (0.0%, 0 Votes)

Ný könnun er komin og bið ég fólk að láta ljós sitt skína, sérstaklega í komments.

Að spila Póker er góð skemmtun. Áhugasömum er bent á síðuna www.52.is

Þar er hægt að skrá sig inn á síður og fá gefins peninga. Ekki flókið mál. Snarið ykkur inn og náið í ykkur í peninga!

Maður líðandi stundar Marz

Sunday, March 15th, 2009

Maður líðandi stundar hefur ekki sést lengi. Þegar ég kom að þessum manni að tæma þriðju Tabasco flöskuna á eina Kebab vefju þá reif ég upp heftið og spurði hann um daginn og veginn:

Nafn: Sævar Ólafsson

Aldur: 25,5 ára

Hvaðan ertu: Reykjavík en tel mig harðan Kaupmannahafnarbúa í dag

Hjúskaparstaða: Single

Uppáhaldsmatur: Löðrandi Kebab og Sushi

UppáhaldsTónlist: Rokk og Ról í bland við blússandi electroníku og nettann perrabassa

UppáhaldsDrykkur: Coca Cola & Hartwall Original Gin Long Drink

UppáhaldsLeikari: Kári Gunnarsson (Skýjahöllin)

UppáhaldsLeikkona: Hayden Panettiere (Heroes)

UppáhaldsÍslendingur: Ingvi Hrafn Jónsson

UppáhaldsÍþróttamaður: Michael Jordan

Gælunöfn: Sabbi

Eftirminnilegt atvik á lífsferli: Drykkjumeistari Viðskipta og Hagfræðinema á Norðurlöndunum 3x í röð & þegar ég lét troðfullan bíósal á LOTR færa kókið sitt úr vinstri vasa sætis yfir í hægri vasa sætis á grundvelli ”hægri reglunar”

Ef þú værir áfengi, hvaða tegund: Bjór

Uppáhaldsdýr: Kálfur sem hefur verið alinn upp Kobe-style

Lífsspeki: brostu framan í heiminn, þá brosir hann framan í þig

Ef þú værir fastur á eyðieyju og fengir að taka 3 hluti: Football Manager, Kaffi og góða sokka

Uppáhaldsstaður í heiminum: Finland

Eitthvað sem þú vilt segja við heiminn: Saattaa olla että riipasen…kovan kännin tänään

Andra saga #1

Tuesday, March 3rd, 2009

Ég er búinn að segja þessa sögu nokkrum sinnum undanfarna daga við dynjandi lófatak og ég verð að smella þessu hingað inn.

Fyrir um það bil 5 árum síðan fór maður að nafni Andri Jóhannesson( a.k.a Andri Stussy, a.k.a Andri Stuc, a.k.a Stussy Hlussy) og fékk sér pinna í geirvörturnar. Eðlilegt segja margir en þó má deila um það eins og margt annað.

Nokkrum vikum síðar var Andri í fótbolta á gervigrasi, gleymdi að plástra geirvörturnar, datt að sjálfsögðu og annar pinninn datt úr á mjög sársaukafullann hátt. Hinsvegar fannst pinninn í gervigrasinu og hann tekinn með til að vera settur í aftur seinna meir.

Stuttu seinna var partý heima hjá Sigfúsi (a.k.a Fúsi knús, a.k.a Big-Fús, a.k.a 200 kg í bekk). Andri hafði sagt okkur félögunum að hann tímdi sko engann veginn að borga tattú manninum 3000 kall fyrir að skella pinnanum í aftur og spurði hvort að einhver okkar væri til í að gera þetta ef hann kæmi með korktappa og nál. Brynjar (a.k.a Bibbz, a.k.a BibbiRibb, a.k.a SelaMelur) bauð sig fram á nýju Evrópumeti og Andri samykkti.

Við sátum spenntir á föstudagskveldi og biðum eftir meistaranum(Andra). Hann mætti með heimabruggaða rauðvínsflösku frá mömmu sinni en henni hafði hann hnuplað til að ná korktappanum. Hann settist sposkur og rétti Brynjari pinnann, korktappann úr flöskunni og títuprjón.

Við hinir sátum allir með spurnarsvip enda títuprjónn að minnsta kosti tíu sinnum minni ummáls en pinnaskrattinn. Brynjar vissi þetta líka en lét vaða engu síður. Reif í geirvörtuna á Andra, skellti korkinum undir og gataði með títuprjóninum. Andri veinaði en við hinir skríktum af kátínu.

Brynjar mátaði pinnann í gatið en hann passaði auðvitað ekki. Andri sagði þá þessu fleygu orð: “Þú verður bara að gata oftar og fá stærra gat til að þetta passi.” Stemmningin var ótrúleg! Brynjar gataði og gataði og Andri skrækti en við allir hinir orguðum af hlátri.  Eftir 300 göt gafst Andri upp. Helaumur og bugaður játaði hann sig sigraðann og leitaði huggunar í flöskunni sem hann hafði stolið af múttu sinni.

Andri hefur nú ekki verið mikið fyrir rauðvín og yfirleitt drukkið fyrir áhrifin en ekki bragðið. Þess vegna ákvað hann að skella flöskunni í trekt og  klára dæmið þannig. Hann gerði það með stakri prýði og á 2,13 sek var flaskan tóm. Hins vegar varð Andri ekki fullur heldur leið bara illa og ældi seinna um kvöldið.

Daginn eftir spurði mamma hans hvort að hann vissi um afdrif einnar flöskunnar sem hún hefði verið að brugga. Andri sagðist vita allt um það, og lét það fylgja með að rauðvín væri algjört eitur, bæði á bragðið og í maga. Skildi ekkert í því hvað fullorðna liðið væri að úða þessu sulli í sig þegar ríkið væri stútfullt af bjór. Mamma hans fullkomnaði þá þessa sögu þegar hún sagði honum að þessi flaska væri ein af mörgum sem hefðu komið úr ónýtri bruggun. Hún hefði fattað það eftir að hafa sett allt vínið á flöskur. Í ljós hefði komið að rauðvínið var óáfengt!!

Þannig að Andri sat uppi með götótta, ónothæfa geirvörtu, pinnann á náttborðinu og skelfilega “þynnku” eftir rauðvínsfylleríið sitt. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með þetta

Eðlilegir hlutir

Tuesday, February 24th, 2009

Er mikið búinn að vera að pæla sumum hlutum undanfarið. Hlutum sem eiga bara að vera einfaldir en eru það ekki. Til dæmis:

Af hverju er region á DVD diskum?

Af hverju er osturinn alltaf breiðari en ostaskerinn svo það myndast rönd til hliðar þegar maður sker?

Af hverju tapar maður alltaf á River í poker?

Af hverju segir fólk þegar það finnur hluti sem það hefur verið að leita af: “Fann hann á síðasta staðnum  sem ég leitaði á!” Væntanlega hættirðu að leita þegar þú finnur hlutinn. Döööö!

Af hverju hættir Davíð Oddsson ekki bara?

Af hverju þarf ÉG að gera skattaskýrsluna mína?

Af hverju er Bílasala Keflavíkur í Njarðvík?

Stórt er spurt, og lítið um svör

Árshátíð 2009

Monday, February 16th, 2009

Allt í gúddí

Tuesday, February 10th, 2009

Spánn. Land sem ég hef adrei komið til  en er samt búinn að ákveða að vinna þar að mastersritgerð.  Í þessum mjaðmagrindarkulda sem geysir á þessari auðnareyju í ballarhafi, skuldsett uppað eyrum og með einstaklingsrétt á við gullfisk, sé ég mig knúinn til að flýja land.

Mig dreymir um að geta gengið úti allt árið um kring (bókstaflega að vera fær um að ganga úti allt árið um kring).  Ég vil geta verið í 4 flíkum en ekki 14. Ég vil þurfa að nota sólgleraugu alltaf þegar ég fer út. Ég vil borga hrikalega lítið fyrir matinn sem ég kaupi í skólanum. Ég vil fara á markaði á morgnanna og kaupa mér ferskan mat á hlægilegu verði. Ég vil fara í súpermarkaðinn og finna mun á því að vera þar eða í sjoppu.

Ég vil búa í landi þar sem tekið er tillit til þess að vera námsmaður. Í landi þar sem þú þarft ekki að vinna 2 vinnur með skóla til að láta enda mætast. Þessar 2 vinnur gera það svo að verkum að þú færð minni námslán en annars. Þetta er vítahringur sem mjög erfitt er að losna úr.

Vildi bara deila draumnum mínum…

Kjarasamningar 2009

Sunday, February 1st, 2009

Ég fékk þetta sent í pósti um daginn og það er bráðnauðsynlegt að vera með þessa hluti á hreinu:

ÁBENDING TIL LAUNÞEGA Í KOMANDI KJARASAMNINGUM.

Í næstu kjarasamningum launþega verði lagðar fram eftirfarandi kröfur:

Biðlaun og starfslokasamningar verði eftirleiðis sjálfsagður hluti ráðningasamninga allra launþega í landinu.

Kaupi launþegi einbýlishús, raðhús, íbúð eða sumarbústað á meðan hann er í vinnu hjá atvinnurekanda verði atvinnurekandanum gert skylt að kaupa einbýlishúsið, raðhúsið, íbúðina eða sumarbústaðinn af launþega þegar og ef hann hættir eða verði sagt upp vinnu hjá viðkomandi fyrirtæki.

Ákveði atvinnurekandi að bæta við starfsfólki hafi fjölskylda, vinir og kunningjar starfandi launþega innan fyrirtækisins forgang gagnvart öðrum umsækjendum.

Menntun og fyrri störf verði ekki lengur sett á oddinn við mannaráðningar heldur verði hægt að ráða bakara fyrir smið, smið fyrir bakara, bakara sem dýralækni, dýralækni sem brúarverkfræðing, brúarverkfræðing sem sjómann, sjómann sem tölvuforritara og svo framvegis og svo framvegis.

Litið verði á menntunarleysi, ráðaleysi, klaufaskap, ákvarðanafælni, siðleysi, siðblindu, kvíðaröskun og sjálfshverfu sem hæfileika og launþega verði reiknuð laun í samræmi við fjölda fyrrnefndra kosta sem hann prýða.

Þurfi launþegi að sækja vinnu lengri leið en klukkustundarakstur frá heimili sínu er atvinnurekanda skylt að útvega launþega – honum að kostnaðarlausu, húsnæði nærri vinnustað. Sé launþegi próflaus eða haldinn akstursfælni er atvinnurekanda skylt að útvega launþega – honum að kostnaðarlausu, bíl og bílstjóra.

Launþegi þurfi ekki að mæta til vinnu nema þegar honum sjálfum henti.

Launþegi megi jafnframt vinna önnur störf í öðrum fyrirtækjum samhliða því að vera í vinnu hjá atvinnurekanda án þess að laun hans skerðist.

Launþegi beri enga ábyrgð á störfum sínum né framkvæmd verkefna sem honum eru falinn innan fyrirtækisins.