Archive for June, 2009

Topp 10 listinn í tónlist

Wednesday, June 24th, 2009

Þar sem ég sit og hlusta á eitt svakalegasta lag allra tíma (Lagið verður á listanum) finn ég mig knúinn til að skvera í eitt stykki topp tíu lagalista. Listi þessi verður órjúfanlegur hér með og ef einhver er ósammála mér þá verður sá að eiga það við sína samvisku. Ég hef ákveðið að það verði eingungis eitt lag per hljómsveit því annars væri líklegt að Ljótu Hálfvitarnir myndu fylla þennan lista. Listinn er ekki endilega í réttri röð en þó má draga ályktun á gæðum laganna þar sem ég ætla að romsa þeim uppúr mér á staðnum að ekki verði ólíklegt að bestu lögin komi fyrst. Þar sem komin er tími á nýja könnun þá er ekki úr vegi að þið sjálf kjósið um bestasta lagið á listanum. Áður en ég smelli listanum inn þá ætla ég að hrósa Einari Ben fyrir frábært komment um daginn. Það kom svona til: Einn maður sagði: “Ástin spyr ekki um aldur.” Einar Ben : “Nei, en Kompás gerir það!”

1. One – Metallica
2. Fans – Kings of Leon
3. Romeo and Juliet – Dire Straits
4. Here I go again -Whitesnake
5. Fear of the dark – Iron Maiden
6. Letting the cables sleep – Bush
7. La Grange – ZZ Top
8. Lookin´ out my back door – Creedence Clearwater
9. Carry on Wayward son – Kansas
10. Dream on – Aerosmith

Skellið ykkar áliti í komments en ekki búast við jákvæðum viðbrögðum!

Vífilfell

Monday, June 8th, 2009

Held að ég hafi átt í samskonar viðræðum við Einar Haralds og gat ekkert tjónkað við hann. Maðurinn er náttúrulega rauðhærðari en Steingrímur J og ekkert við því að gera. Einar var til að taka allan vafa af mér að reyna að sannfæra mig á nkv sama hátt og maðurinn í þessum sketch:

Ég held stundum að Einar og Andri séu laumubræður…..