Posts Tagged ‘Apríkósa’

Spakmæli dagsins

Thursday, April 16th, 2009

Menn leggja nú fyrir eins og Steini sé morgundagurinn…

Betri eru Einar buxur en engar…

Tilboð dagsins: Rósa sósa og apríkósa…

Það er betra þegar það er hreindýr en ekki Hjörtur í matinn…

Hátíðar-Gestur, Veislu-Gestur eða Heiðurs-Gestur…

Er Rögnvaldur Skaðvaldur, Ógnvaldur eða Margfaldur…

Hvort er Jakob Meistari eða Lygari? Eða bara Jakobari…

Geturðu hjálpað Arnari? Hann Finnur ekki Geir…

Er betra að vera undirgefinn eða yfirgefinn…

Glórulaus er Bauklaus dagur…

1 Star2 Stars3 Stars4 Stars5 Stars (3 votes, average: 5.00 out of 5)
Loading...

Ný síða

Tuesday, January 27th, 2009

Rósa galdrakona er búin að græja nýja síðu og eins og þið sjáið er hún af dýrari týpunni. Ég er þegar búinn að fá þrjú tilboð frá Microsoft um kaup á gripnum en ég held nú síður! Þessi síða er ekki til sölu til þess eins að vera blóðmjólkuð sem cash cow og svo þjóðnýtt þegar allt fer til fjandans.  Ætla að beita mér af fullum krafti á morgun í Rekstrarstjórnun að skrifa lengri og fallegri póst um Einar og ævintýri hans. Þangað til þökkum við Rósu fyrir frábært framtak í þágu heimsins og vonum að hún vinni Friðarverðlaun Nóbels.