Archive for February, 2009

Eðlilegir hlutir

Tuesday, February 24th, 2009

Er mikið búinn að vera að pæla sumum hlutum undanfarið. Hlutum sem eiga bara að vera einfaldir en eru það ekki. Til dæmis:

Af hverju er region á DVD diskum?

Af hverju er osturinn alltaf breiðari en ostaskerinn svo það myndast rönd til hliðar þegar maður sker?

Af hverju tapar maður alltaf á River í poker?

Af hverju segir fólk þegar það finnur hluti sem það hefur verið að leita af: “Fann hann á síðasta staðnum  sem ég leitaði á!” Væntanlega hættirðu að leita þegar þú finnur hlutinn. Döööö!

Af hverju hættir Davíð Oddsson ekki bara?

Af hverju þarf ÉG að gera skattaskýrsluna mína?

Af hverju er Bílasala Keflavíkur í Njarðvík?

Stórt er spurt, og lítið um svör

Árshátíð 2009

Monday, February 16th, 2009

Allt í gúddí

Tuesday, February 10th, 2009

Spánn. Land sem ég hef adrei komið til  en er samt búinn að ákveða að vinna þar að mastersritgerð.  Í þessum mjaðmagrindarkulda sem geysir á þessari auðnareyju í ballarhafi, skuldsett uppað eyrum og með einstaklingsrétt á við gullfisk, sé ég mig knúinn til að flýja land.

Mig dreymir um að geta gengið úti allt árið um kring (bókstaflega að vera fær um að ganga úti allt árið um kring).  Ég vil geta verið í 4 flíkum en ekki 14. Ég vil þurfa að nota sólgleraugu alltaf þegar ég fer út. Ég vil borga hrikalega lítið fyrir matinn sem ég kaupi í skólanum. Ég vil fara á markaði á morgnanna og kaupa mér ferskan mat á hlægilegu verði. Ég vil fara í súpermarkaðinn og finna mun á því að vera þar eða í sjoppu.

Ég vil búa í landi þar sem tekið er tillit til þess að vera námsmaður. Í landi þar sem þú þarft ekki að vinna 2 vinnur með skóla til að láta enda mætast. Þessar 2 vinnur gera það svo að verkum að þú færð minni námslán en annars. Þetta er vítahringur sem mjög erfitt er að losna úr.

Vildi bara deila draumnum mínum…

Kjarasamningar 2009

Sunday, February 1st, 2009

Ég fékk þetta sent í pósti um daginn og það er bráðnauðsynlegt að vera með þessa hluti á hreinu:

ÁBENDING TIL LAUNÞEGA Í KOMANDI KJARASAMNINGUM.

Í næstu kjarasamningum launþega verði lagðar fram eftirfarandi kröfur:

Biðlaun og starfslokasamningar verði eftirleiðis sjálfsagður hluti ráðningasamninga allra launþega í landinu.

Kaupi launþegi einbýlishús, raðhús, íbúð eða sumarbústað á meðan hann er í vinnu hjá atvinnurekanda verði atvinnurekandanum gert skylt að kaupa einbýlishúsið, raðhúsið, íbúðina eða sumarbústaðinn af launþega þegar og ef hann hættir eða verði sagt upp vinnu hjá viðkomandi fyrirtæki.

Ákveði atvinnurekandi að bæta við starfsfólki hafi fjölskylda, vinir og kunningjar starfandi launþega innan fyrirtækisins forgang gagnvart öðrum umsækjendum.

Menntun og fyrri störf verði ekki lengur sett á oddinn við mannaráðningar heldur verði hægt að ráða bakara fyrir smið, smið fyrir bakara, bakara sem dýralækni, dýralækni sem brúarverkfræðing, brúarverkfræðing sem sjómann, sjómann sem tölvuforritara og svo framvegis og svo framvegis.

Litið verði á menntunarleysi, ráðaleysi, klaufaskap, ákvarðanafælni, siðleysi, siðblindu, kvíðaröskun og sjálfshverfu sem hæfileika og launþega verði reiknuð laun í samræmi við fjölda fyrrnefndra kosta sem hann prýða.

Þurfi launþegi að sækja vinnu lengri leið en klukkustundarakstur frá heimili sínu er atvinnurekanda skylt að útvega launþega – honum að kostnaðarlausu, húsnæði nærri vinnustað. Sé launþegi próflaus eða haldinn akstursfælni er atvinnurekanda skylt að útvega launþega – honum að kostnaðarlausu, bíl og bílstjóra.

Launþegi þurfi ekki að mæta til vinnu nema þegar honum sjálfum henti.

Launþegi megi jafnframt vinna önnur störf í öðrum fyrirtækjum samhliða því að vera í vinnu hjá atvinnurekanda án þess að laun hans skerðist.

Launþegi beri enga ábyrgð á störfum sínum né framkvæmd verkefna sem honum eru falinn innan fyrirtækisins.