Archive for April, 2009

Andra saga # 3

Friday, April 24th, 2009

Hóhóhó! Jólasveinninn er kominn snemma í ár! Eins og allir vita þá eru kosningar á morgun og því vel við hæfi að snara inn eins og einni Andra sögu.

Eitt sinn voru Kópavogsmenn á góðu tjútti í bænum eins og svo oft áður. Andri var þar fremstur meðal jafningja og Ásgeir (a.k.a Sexkanturinn, a.k.a Smáskyr, a.k.a Ríkisstarfsmaðurinn) fylgdi honum fast á eftir. Eftir margra klukkustunda gaman fannst þeim félögum þó tímabært að halda heim enda skjóðan farin að segja til sín. Óþarft þykir að taka fram að Andra finnst ekki leiðinlegt að borða.

Þeir félagar skeggræddu hvað skyldi snæða fyrir svefn og Andri hafnaði Nonnabita á þeim forsendum að mútta hans ætti fullan frysti af humri. Í ofanálag væri hún í sumarbústað og þeir gætu því farið heim til hans, eldað humarinn og horft á bíómynd meðan góðgætinu væri graðkað í sig.

Ási samþykkti þessa hugmynd fagnandi og iðaði í skinninu eftir að komast í humarveislu a la Andri.

Þegar heim til Andra var komið snaraði Andri fram humrinum, stórri pönnu og hvítlaukssmjöri. Skellti hráefninu á pönnuna og steikti vel.
Þeir félagar settust svo fyrir framan imbann og byrjuðu snæðinginn.
Bragðið var eftir því sem mér best skilst ágætt en undir tönn var þetta ekkert spes. Grjóthart og nánast óætt var veislufangið og enduðu þeir á því að skilja megnið eftir og sofnuðu værum svefni útfrá imbanum.

Daginn eftir kom mamma hans Andra og spurði hvort hann hefði eitthvað verið að vilja í humarinn í frystinum um helgina. “Jáhh!” svaraði Andri og gagnrýndi humarinn eins og rauðvínið í sögu # 1. “Þetta var alveg óætt!” sagði hann sármóðgaður og svekktur yfir annars vel heppnuðu ráni.

Móðir hans tjáði honum þá það að áður en hún hefði farið í bústað hefði hún tekið humarinn í sundur og sett hann í poka og skeljarnar í annan til poka til að sjóða og gera úr humarsúpu. Michelin kokkurinn Andri hafði þá tekið pokann með skeljunum og steikt þær uppúr hvítlaukssmjöri og þeir félagar grandalausir hakkað þær í sig!

Við óskum Andra enn og aftur til hamingju með veisluna og bendum fólki á að gefa honum Veislurétti Hagkaupa í afmælisgjöf.

Spakmæli dagsins

Thursday, April 16th, 2009

Menn leggja nú fyrir eins og Steini sé morgundagurinn…

Betri eru Einar buxur en engar…

Tilboð dagsins: Rósa sósa og apríkósa…

Það er betra þegar það er hreindýr en ekki Hjörtur í matinn…

Hátíðar-Gestur, Veislu-Gestur eða Heiðurs-Gestur…

Er Rögnvaldur Skaðvaldur, Ógnvaldur eða Margfaldur…

Hvort er Jakob Meistari eða Lygari? Eða bara Jakobari…

Geturðu hjálpað Arnari? Hann Finnur ekki Geir…

Er betra að vera undirgefinn eða yfirgefinn…

Glórulaus er Bauklaus dagur…

1 Star2 Stars3 Stars4 Stars5 Stars (3 votes, average: 5.00 out of 5)
Loading...

Einari Haraldssyni sagt upp störfum

Sunday, April 5th, 2009

Einari Haraldssyni hefur verið sagt upp hjá Sælkeraklúbbnum Jónasi. Þetta staðfesti Hjörtur A. Guðmundsson , upplýsingafulltrúi og einn eigenda klúbbsins. Ástæður uppsagnar eru að sögn Hjartar áhugaleysi og vanvirðing gagnvart öðrum félagsmönnum.

” Hann var bara ekkert að leggja neitt í þetta. Mætti tvisvar og þáði veitingar en gaf ekkert til baka. Held að hann hafi verið kominn í annan klúbb fyrir rest”.

Mjög sjaldgæft er að félagsmönnum sé sagt upp svona fyrirvaralaust en rík ástæða þótti fyrir þessari uppsögn.

” Við erum að gera þetta af alvöru og viljum hafa almennilegt fólk. Við höfum ekki verið í neinum vandræðum með aðra félagsmenn en það er ekki gaman að þurfa að grípa til svona úrþrifaráða” sagði Hjörtur í samtali við fréttastofu Internet-Gests stuttu eftir kvöldmat.

Ekki náðist í Einar Haraldsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Andra saga #2

Wednesday, April 1st, 2009

Þessi er mjög sennilega klassískasta Andra sagan af þeim öllum. Oft hefur verið rætt um að festa þetta epíska meistaraverk á filmu en enginn leikstjóri treyst sér til versksins.

Svo er mál með vexti að amma og afi Andra Stuc fóru til Eþíópíu (fóru til einhvers Afríkuríkis sem hér eftir verður nefnt Eþíópía(aðallega af því að það er svo þægilegt að skrifa það á lyklaborð)). Áður en þau héldu utan spurðu þau Andra hvað þau ættu að kaupa handa kappanum og hann svaraði rjóður í kinnum: “Ég myndi svo sannarlega þiggja fótboltatreyju”.

Andri beið spenntur eftir ömmu sinni og afa og fótboltatreyjunni mögnuðu sem átti að hjálpa honum að  sigra heiminn. Daginn áður en þau gömlu áttu að skila sér heim hringdu þau í hann úr tíkallasíma á flugvellinum og sögðu honum að þau hefðu enga tryju fundið þrátt fyrir víðtæka leit. Andra brást ekki bogalistinn þarna frekar en fyrri daginn og svaraði um hæl að þau skyldu bara kaupa handa honum hárgel, það væri ljómandi gott.

Þegar amma hans og afi koma heim færa þau honum þessa líku fínu túpu af Top Gel. Andri ljómaði allan hringinn og dreif sig inná baðherbergi til að skella herlegheitunum í hárið. Árangurinn lét reyndar heldur betur á sér standa. Hárið lét ekkert að stjórn og allt gumsið lak niður úr hárinu og á hálsinn.

Minn maður lét ekki deigan síga og hélt áfram að smyrja Top Gelinu í hárið í von um að einn dag myndi það virka og hann mydi skarta fallegasta hári Kópavogs. Allt kom fyrir ekki.

Um það bil tveimur vikum eftir afhendingu Top Gels fór Andri heim eftir fótboltaæfingu og fór í sturtu þar. Vinur hans kom með honum og hinkraði inni í herbergi eftir að Andri myndi klára. Andri kom útaf baðherberginu, þrammaði til vinar síns um leið og hann sprautaði gommu af  Top Geli í hendina sína og sagði: “Ef þú kaupir þér gel, ekki þá kaupa þér Top Gel. Þetta er mesta drasl í heimi”. Hendir síðan túpunni á glæsilegan hátt á rúmið.

Með það strunsar hann inn á baðherbergi aftur og hefst handa við að smyrja strýinu upp í loftið. Eftir um það bil 1:13 mín heyrist ógurlegt öskur innan úr herbergi. Andri stekkur, léttur á fæti, inn í herbergið og finnur þar vin sinn organdi úr hlátri á gólfinu. Vinurinn er spurður hvað er svona fyndið og hann réttir Andra túpuna og segir í gegnum hláturstárin: “Lestu línu 2 í dálki 3 aftaná”.

Þar stendur: “Top Gel is easy to use with any kind of condom or wihout. Guarantees 99,9% safe sex”. Andri hafði semsagt verið að klína sæðisdrepandi kremi í hárið á sér í tvær vikur!!!!!

Til að auka á ánægju í þessari sögu er að ímynda sér sölumanninn sem seldi gömlum hjónum í Afríku túpu af sæðisdrepandi kremi. Pælið í því. Vi óskum Andra til hamingju með þennan áfanga og bendum á að þetta er ekki apríl gabb.