Andra saga #2

Þessi er mjög sennilega klassískasta Andra sagan af þeim öllum. Oft hefur verið rætt um að festa þetta epíska meistaraverk á filmu en enginn leikstjóri treyst sér til versksins.

Svo er mál með vexti að amma og afi Andra Stuc fóru til Eþíópíu (fóru til einhvers Afríkuríkis sem hér eftir verður nefnt Eþíópía(aðallega af því að það er svo þægilegt að skrifa það á lyklaborð)). Áður en þau héldu utan spurðu þau Andra hvað þau ættu að kaupa handa kappanum og hann svaraði rjóður í kinnum: “Ég myndi svo sannarlega þiggja fótboltatreyju”.

Andri beið spenntur eftir ömmu sinni og afa og fótboltatreyjunni mögnuðu sem átti að hjálpa honum að  sigra heiminn. Daginn áður en þau gömlu áttu að skila sér heim hringdu þau í hann úr tíkallasíma á flugvellinum og sögðu honum að þau hefðu enga tryju fundið þrátt fyrir víðtæka leit. Andra brást ekki bogalistinn þarna frekar en fyrri daginn og svaraði um hæl að þau skyldu bara kaupa handa honum hárgel, það væri ljómandi gott.

Þegar amma hans og afi koma heim færa þau honum þessa líku fínu túpu af Top Gel. Andri ljómaði allan hringinn og dreif sig inná baðherbergi til að skella herlegheitunum í hárið. Árangurinn lét reyndar heldur betur á sér standa. Hárið lét ekkert að stjórn og allt gumsið lak niður úr hárinu og á hálsinn.

Minn maður lét ekki deigan síga og hélt áfram að smyrja Top Gelinu í hárið í von um að einn dag myndi það virka og hann mydi skarta fallegasta hári Kópavogs. Allt kom fyrir ekki.

Um það bil tveimur vikum eftir afhendingu Top Gels fór Andri heim eftir fótboltaæfingu og fór í sturtu þar. Vinur hans kom með honum og hinkraði inni í herbergi eftir að Andri myndi klára. Andri kom útaf baðherberginu, þrammaði til vinar síns um leið og hann sprautaði gommu af  Top Geli í hendina sína og sagði: “Ef þú kaupir þér gel, ekki þá kaupa þér Top Gel. Þetta er mesta drasl í heimi”. Hendir síðan túpunni á glæsilegan hátt á rúmið.

Með það strunsar hann inn á baðherbergi aftur og hefst handa við að smyrja strýinu upp í loftið. Eftir um það bil 1:13 mín heyrist ógurlegt öskur innan úr herbergi. Andri stekkur, léttur á fæti, inn í herbergið og finnur þar vin sinn organdi úr hlátri á gólfinu. Vinurinn er spurður hvað er svona fyndið og hann réttir Andra túpuna og segir í gegnum hláturstárin: “Lestu línu 2 í dálki 3 aftaná”.

Þar stendur: “Top Gel is easy to use with any kind of condom or wihout. Guarantees 99,9% safe sex”. Andri hafði semsagt verið að klína sæðisdrepandi kremi í hárið á sér í tvær vikur!!!!!

Til að auka á ánægju í þessari sögu er að ímynda sér sölumanninn sem seldi gömlum hjónum í Afríku túpu af sæðisdrepandi kremi. Pælið í því. Vi óskum Andra til hamingju með þennan áfanga og bendum á að þetta er ekki apríl gabb.

One Response to “Andra saga #2”

  1. sigfus says:

    classic

Leave a Reply