Einari Haraldssyni sagt upp störfum

Einari Haraldssyni hefur verið sagt upp hjá Sælkeraklúbbnum Jónasi. Þetta staðfesti Hjörtur A. Guðmundsson , upplýsingafulltrúi og einn eigenda klúbbsins. Ástæður uppsagnar eru að sögn Hjartar áhugaleysi og vanvirðing gagnvart öðrum félagsmönnum.

” Hann var bara ekkert að leggja neitt í þetta. Mætti tvisvar og þáði veitingar en gaf ekkert til baka. Held að hann hafi verið kominn í annan klúbb fyrir rest”.

Mjög sjaldgæft er að félagsmönnum sé sagt upp svona fyrirvaralaust en rík ástæða þótti fyrir þessari uppsögn.

” Við erum að gera þetta af alvöru og viljum hafa almennilegt fólk. Við höfum ekki verið í neinum vandræðum með aðra félagsmenn en það er ekki gaman að þurfa að grípa til svona úrþrifaráða” sagði Hjörtur í samtali við fréttastofu Internet-Gests stuttu eftir kvöldmat.

Ekki náðist í Einar Haraldsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

3 Responses to “Einari Haraldssyni sagt upp störfum”

  1. járnkarlinn says:

    Þetter klárlega Mickey Rourke. Borðliggjandi.

  2. Arnar says:

    verður mönnum sparkað núna alveg hægri vinstri? ég sem er að afla mér þekkingar á matargerð sem er bjóðandi konungum sem ykkur! fór meira að segja spes ferð út fyrir landsteinana!

  3. Einar Haraldsson says:

    Kæru bræður

    Ég hef verið að bíða eftir þessum fréttum í mjög langan tíma og er mjög hissa að þessi úrsögn hefur ekki komið fyrr. Eina ástæðan sem kemur til greina er að þið hafið ekki haft í ykkur að særa þennan gullfallega rauðhærða mann þar sem hann hefur verið eitthvað lítill í sér upp á síðkastið.

    Þrátt fyrir þetta er ég með gleðitíðindi strákar mínir, ég er að fara stofna nýjan matarklúbb sem ég mun stjórna á tímabilinu 1. jún til 1. sept. Matarklúbburinn mun heita Einar Haraldsson og hinir og einu skilyrðin er að Einar Haraldsson mun sjá um mat fyrir gesti sína.

    Þar sem ég fór svo illa með ykkur kallarnir mínir, þá mun ég hafa ykkur í forgang. Það er algjörlega undir ykkur komið hvort þið viljið halda áfram að vera krúttin sem þið eruð og neita þessu boði.

    Ég mun senda ykkur mail með frekari upplýsingum þegar nær dregur.

    Kv. Einar Haraldsson

Leave a Reply