Andra saga #1

Ég er búinn að segja þessa sögu nokkrum sinnum undanfarna daga við dynjandi lófatak og ég verð að smella þessu hingað inn.

Fyrir um það bil 5 árum síðan fór maður að nafni Andri Jóhannesson( a.k.a Andri Stussy, a.k.a Andri Stuc, a.k.a Stussy Hlussy) og fékk sér pinna í geirvörturnar. Eðlilegt segja margir en þó má deila um það eins og margt annað.

Nokkrum vikum síðar var Andri í fótbolta á gervigrasi, gleymdi að plástra geirvörturnar, datt að sjálfsögðu og annar pinninn datt úr á mjög sársaukafullann hátt. Hinsvegar fannst pinninn í gervigrasinu og hann tekinn með til að vera settur í aftur seinna meir.

Stuttu seinna var partý heima hjá Sigfúsi (a.k.a Fúsi knús, a.k.a Big-Fús, a.k.a 200 kg í bekk). Andri hafði sagt okkur félögunum að hann tímdi sko engann veginn að borga tattú manninum 3000 kall fyrir að skella pinnanum í aftur og spurði hvort að einhver okkar væri til í að gera þetta ef hann kæmi með korktappa og nál. Brynjar (a.k.a Bibbz, a.k.a BibbiRibb, a.k.a SelaMelur) bauð sig fram á nýju Evrópumeti og Andri samykkti.

Við sátum spenntir á föstudagskveldi og biðum eftir meistaranum(Andra). Hann mætti með heimabruggaða rauðvínsflösku frá mömmu sinni en henni hafði hann hnuplað til að ná korktappanum. Hann settist sposkur og rétti Brynjari pinnann, korktappann úr flöskunni og títuprjón.

Við hinir sátum allir með spurnarsvip enda títuprjónn að minnsta kosti tíu sinnum minni ummáls en pinnaskrattinn. Brynjar vissi þetta líka en lét vaða engu síður. Reif í geirvörtuna á Andra, skellti korkinum undir og gataði með títuprjóninum. Andri veinaði en við hinir skríktum af kátínu.

Brynjar mátaði pinnann í gatið en hann passaði auðvitað ekki. Andri sagði þá þessu fleygu orð: “Þú verður bara að gata oftar og fá stærra gat til að þetta passi.” Stemmningin var ótrúleg! Brynjar gataði og gataði og Andri skrækti en við allir hinir orguðum af hlátri.  Eftir 300 göt gafst Andri upp. Helaumur og bugaður játaði hann sig sigraðann og leitaði huggunar í flöskunni sem hann hafði stolið af múttu sinni.

Andri hefur nú ekki verið mikið fyrir rauðvín og yfirleitt drukkið fyrir áhrifin en ekki bragðið. Þess vegna ákvað hann að skella flöskunni í trekt og  klára dæmið þannig. Hann gerði það með stakri prýði og á 2,13 sek var flaskan tóm. Hins vegar varð Andri ekki fullur heldur leið bara illa og ældi seinna um kvöldið.

Daginn eftir spurði mamma hans hvort að hann vissi um afdrif einnar flöskunnar sem hún hefði verið að brugga. Andri sagðist vita allt um það, og lét það fylgja með að rauðvín væri algjört eitur, bæði á bragðið og í maga. Skildi ekkert í því hvað fullorðna liðið væri að úða þessu sulli í sig þegar ríkið væri stútfullt af bjór. Mamma hans fullkomnaði þá þessa sögu þegar hún sagði honum að þessi flaska væri ein af mörgum sem hefðu komið úr ónýtri bruggun. Hún hefði fattað það eftir að hafa sett allt vínið á flöskur. Í ljós hefði komið að rauðvínið var óáfengt!!

Þannig að Andri sat uppi með götótta, ónothæfa geirvörtu, pinnann á náttborðinu og skelfilega “þynnku” eftir rauðvínsfylleríið sitt. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með þetta

2 Responses to “Andra saga #1”

  1. Kjarri says:

    Bwahaha, þessi maður er ekkert annað en legend!
    Klassa saga Gestur;)

  2. sigfus says:

    hehehe það var ruglað að horfa á binna stinga og stinga

Leave a Reply