Febrúar

Uss hvað tíminn líður hratt! Hjörtur að verða fjögurra ára og bjórvissuferðin er á morgun. Ég er búinn að setja inn nýja könnun. Ég var að lesa Fréttablaðið í morgun og rak þar augun í að Freddy Krueger hefur verið valinn mesta illmenni sögunnar. Ekki marktækt val þar sem ég var ekki hafður með í ráðum en það verður heldur betur ráðin bót á því núna. Hjálpið til við að móta söguna og nýtið ykkar atkvæði vel.

Þessi gaur er ekki með þeim heppnari í bransanum. Hann reyndar lítur út eins og Michael Jackson þannig að kannski á hann framtíðina fyrir sér og ég þarf að éta hattinn minn. Hver veit?

Leave a Reply