Nýtt ár

Já, maður er ekki af baki dottinn þó svo að ekki hafi komið inn ný færsla síðan Hjörtur fæddist eða í nokkra mánuði. A-gjemli hefur verið upptekinn við að skila inn heljarverkefnum á stærð við Grímseyjarferju og er rétt að detta niður í súrefni núna eftir ruddalega jólatörn. Það sem mér finnst hafa gerst markvert á árinu(markvert þýðir ekki gott endilega):
Hinn nýji íslenski Aríabanki.
Einar Haralds var edrú fram yfir frímínútur.
Ég eignaðist litla frænku (Big like).
Alþingismönnum tókst að verða þroskaheftari með hverri mínútunni.
Einari Ben var hleypt til UK.
Andri Stussy er ennþá lifandi(já, bæði lifur og hjarta starfa “eðlilega”).
Henry Erni Magnússyni hefur ekki enn verið hneppt í gæsluvarðhald vegna meintra dólgsláta. “Tilbúningur” segir lögfræðingur hans.

Nú er kjeppinn að fara að skrifa ritgerð. 65 bls af visku verður skilað fyrir vorið og ef allt gengur eftir þá verð ég viðskiptafræðingur með vinnu í Bónus í sumar. Það verður gaman að lifa þá!

En i kvöld er það Jónas. Jónas er sælkeraklúbbur sem Einar Haralds var rekinn úr sælla minninga. Hann tók upp á því í fyrradag að blása til stórveislu og er honum hér með boðið til starfa aftur sem starfsmaður á plani. Vonum að hann töfri eitthvað glæsilegt fram því menn eru hungraðir!

Núna fer ég að koma mér í skrifgírinn aftur og handan við hornið er nýr maður líðandi stundar, Andrasaga og sitthvað brakandi.

Þangað til þá, arriverderci!

One Response to “Nýtt ár”

  1. Já gaman að fá loks nýtt blogg. Þú veist ég var farinn að þrá það ! hehe

    En já 65 bls ? Grínlaust? Fyrst hélt ég að þetta væru 15 bls og svo sagði einhver 30-60. Feginn er ég að losna við þetta.

Leave a Reply